Arnór Ingvi Traustason var á skotskónum þegar Malmö sigraði Elfsborg 2-1 í sænsku úrvalsdeildinni í gær.
Arnór Ingvi fagnaði markinu með því að setja einn putta í hvort eyra eins og hann væri ekki að hlusta.
Með þessu vildi Arnór svara gagnrýni sem hann fékk hjá Rapid Vín og AEK Aþenu áður en hann kom aftur í sænsku úrvalsdeildina í vetur.
Arnór Ingvi fagnaði markinu með því að setja einn putta í hvort eyra eins og hann væri ekki að hlusta.
Með þessu vildi Arnór svara gagnrýni sem hann fékk hjá Rapid Vín og AEK Aþenu áður en hann kom aftur í sænsku úrvalsdeildina í vetur.
„Þetta var fyrir mig sjálfan. Ég hef kannski fengið mikla gagnrýni undanfarin ár. Þá þarf að halda áfram og hlusta á sjálfan sig," sagði Arnór aðspurður út í fagnið og gagnrýnina.
„Fólk er ennþá að tala um þetta og bulla. Ég loka á þetta og er einbeittur á að standa mig vel með Malmö," bætti Arnór við.
Hér að neðan má sjá markið og fagnið (1:40).
Athugasemdir