Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
   lau 03. maí 2014 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Finnur Orri: Forsendur fyrir því að gera betur en í fyrra
Finnur Orri verður fyrirliði Blika í sumar
Finnur Orri verður fyrirliði Blika í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks, er bjartsýnn fyrir sumarið og segist vera spenntur fyrir því að fá Guðmund Benediktsson sem aðalþjálfara eftir sex umferðir þegar Ólafur Kristjánsson fer til Danmerkur til að taka við FC Nordsjælland.

Blikar mæta FH í fyrstu umferð á mánudag og KR í annari á fimmtudag og segir Finnur gott að fá erfiða byrjun til að koma mönnum vel í gang í byrjun sumars.

,,Það er komin mikil spenna og alltaf gaman að byrja þetta," sagði Finnur Orri fyrir fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar.

,,Ég held það séu forsendur fyrir því að gera betur en í fyrra. Við erum með hörkuhóp og búnir að bæta við okkur reynslumiklum mannskap."

,,Eftir viðtalið við Elvar Geir þarna í vetur fór eitthvað að gerast,"
sagði Finnur léttur í bragði þegar hann var spurður hvers vegna hann væri byrjaður að skora mörk.

,,Ég er farinn að spila aðeins framar og það eru einhverjar áherslubreytingar."

,,Mér líst mjög vel á fyrsta leikinn gegn FH og ég held að það verði gott að mæta bæði FH og KR í fyrstu umferðunum. Það er auðvelt að gíra sig upp í þá leik og það er gott að fá þannig leiki þegar maður kemur inn í sumarið."

,,Ég er mjög spenntur að fá Gumma (Benediktsson) sem aðalþjálfara. Hann þekkir hlutina og þekkir okkur sem hóp, hann veit við hverju hann er að taka og við vitum hvað við erum að fá."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner