Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
   lau 03. maí 2014 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Finnur Orri: Forsendur fyrir því að gera betur en í fyrra
Finnur Orri verður fyrirliði Blika í sumar
Finnur Orri verður fyrirliði Blika í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks, er bjartsýnn fyrir sumarið og segist vera spenntur fyrir því að fá Guðmund Benediktsson sem aðalþjálfara eftir sex umferðir þegar Ólafur Kristjánsson fer til Danmerkur til að taka við FC Nordsjælland.

Blikar mæta FH í fyrstu umferð á mánudag og KR í annari á fimmtudag og segir Finnur gott að fá erfiða byrjun til að koma mönnum vel í gang í byrjun sumars.

,,Það er komin mikil spenna og alltaf gaman að byrja þetta," sagði Finnur Orri fyrir fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar.

,,Ég held það séu forsendur fyrir því að gera betur en í fyrra. Við erum með hörkuhóp og búnir að bæta við okkur reynslumiklum mannskap."

,,Eftir viðtalið við Elvar Geir þarna í vetur fór eitthvað að gerast,"
sagði Finnur léttur í bragði þegar hann var spurður hvers vegna hann væri byrjaður að skora mörk.

,,Ég er farinn að spila aðeins framar og það eru einhverjar áherslubreytingar."

,,Mér líst mjög vel á fyrsta leikinn gegn FH og ég held að það verði gott að mæta bæði FH og KR í fyrstu umferðunum. Það er auðvelt að gíra sig upp í þá leik og það er gott að fá þannig leiki þegar maður kemur inn í sumarið."

,,Ég er mjög spenntur að fá Gumma (Benediktsson) sem aðalþjálfara. Hann þekkir hlutina og þekkir okkur sem hóp, hann veit við hverju hann er að taka og við vitum hvað við erum að fá."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner