Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   lau 03. maí 2014 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Finnur Orri: Forsendur fyrir því að gera betur en í fyrra
Finnur Orri verður fyrirliði Blika í sumar
Finnur Orri verður fyrirliði Blika í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks, er bjartsýnn fyrir sumarið og segist vera spenntur fyrir því að fá Guðmund Benediktsson sem aðalþjálfara eftir sex umferðir þegar Ólafur Kristjánsson fer til Danmerkur til að taka við FC Nordsjælland.

Blikar mæta FH í fyrstu umferð á mánudag og KR í annari á fimmtudag og segir Finnur gott að fá erfiða byrjun til að koma mönnum vel í gang í byrjun sumars.

,,Það er komin mikil spenna og alltaf gaman að byrja þetta," sagði Finnur Orri fyrir fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar.

,,Ég held það séu forsendur fyrir því að gera betur en í fyrra. Við erum með hörkuhóp og búnir að bæta við okkur reynslumiklum mannskap."

,,Eftir viðtalið við Elvar Geir þarna í vetur fór eitthvað að gerast,"
sagði Finnur léttur í bragði þegar hann var spurður hvers vegna hann væri byrjaður að skora mörk.

,,Ég er farinn að spila aðeins framar og það eru einhverjar áherslubreytingar."

,,Mér líst mjög vel á fyrsta leikinn gegn FH og ég held að það verði gott að mæta bæði FH og KR í fyrstu umferðunum. Það er auðvelt að gíra sig upp í þá leik og það er gott að fá þannig leiki þegar maður kemur inn í sumarið."

,,Ég er mjög spenntur að fá Gumma (Benediktsson) sem aðalþjálfara. Hann þekkir hlutina og þekkir okkur sem hóp, hann veit við hverju hann er að taka og við vitum hvað við erum að fá."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner