Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 03. maí 2015 21:40
Arnar Daði Arnarsson
Vodafone-vellinum
Freyr: Villtir draumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson þjálfari Leiknis, var að vonum himinlifandi eftir 3-0 útisigur sinna manna gegn Val í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Sigur í fyrsta leik Leiknis í efstu deild staðreynd.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  3 Leiknir R.

„Okkur hefur dreymt þetta. Við erum búnir að sjá þetta gerast. Auðvitað eru þetta villtir draumar. Þetta varð að veruleika," sagði Freyr.

„Þessi leikur hefði fyrirfram getað farið hvernig sem er. Við upplifðum frábæran leik og þrjú stig. Mér fannst við rosalega góðir," sagði Freyr en það var ekki að sjá á Leiknisliðinu að þeir væru nýliðar í deildinni.

„Það mun kannski sjást þegar höggva fer í hópinn. Þegar fer að reyna á breiddina. Þá kemur það kannski í ljós að við séum nýliðar. Við erum með frábært lið og erum ótrúlega vel undirbúnir. Við, Davíð vinnum dag og nótt til þess að liðið okkar sé klárt. Vonandi gengur alltaf eins vel og núna."

Kolbeinn Kárason kom Leikni yfir og skoraði þar með fyrsta mark Leiknis í efstu deild. Kolbeinn er uppalinn í Val en hefur fengið fá tækifæri með liðinu undanfarin ár og ákvað því að færa sig um set í vetur.

„Ég held að það hafi verið skrifað í skýin. Það var æðislegt tilfinning örugglega fyrir hann. Hann er frábær leikmaður. Valsmenn eru hinsvegar líka með frábæran sóknarmann í Patrick Pedersen."


Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner