sun 03. maí 2015 18:55
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin: Stjarnan og Fjölnir byrja á sigrum
Úr leik Fjölnis og ÍBV.
Úr leik Fjölnis og ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur fyrstu leikjum Pepsi-deildarinnar er lokið. Íslandsmeistarar Stjörnunnar byrja á sigurbraut en liðið vann torsóttan 1-0 útisigur gegn nýliðum ÍA.

Ólafur Karl Finsen skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu, stórglæsilegt. Hann hefði getað bætt við marki í seinni hálfleik en þá var vítaspyrna hans varin.

Smelltu hér til að skoða textalýsingu

Fjölnir vann ÍBV í viðureign tveggja liða sem spáð er í neðri hluta deildarinnar. Þórir Guðjónsson skoraði eina markið í þeim leik en varnarleikur Eyjamanna leit alls ekki vel út í því tilfelli. Sigur Fjölnis sanngjarn.

Smelltu hér til að skoða textalýsingu

Viðtöl og skýrslur úr leikjunum koma inn í kvöld.

ÍA 0 - 1 Stjarnan
0-1 Ólafur Karl Finsen ('23)

Fjölnir 1 - 0 ÍBV
1-0 Þórir Guðjónsson ('49)
Athugasemdir
banner
banner