Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. maí 2016 07:15
Elvar Geir Magnússon
Atli Jónasson: Höfum allt til að fara upp
Atli og Hjörvar Ólafsson.
Atli og Hjörvar Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
„Þessi spá hljómar nokkuð nálægt okkar markmiðum. Þetta er sætið sem við enduðum í síðasta tímabil og það vilja allir gera betur en árið áður og það á við um okkur," segir Atli Jónasson sem þjálfar KV ásamt Hjörvari Ólafssyni.

KV er "spáð 4. sæti í 2. deildinni í sumar.

„Okkar markmið er að vera í toppbaráttu og ná einu af tveimur efstu sætunum. Ég tel okkur hafa allt til alls til að fara upp: Sterkan og breiðan leikmannahóp, metnaðarfulla þjálfara og stjórn og dyggan kjarna stuðningsmanna. En það þarf margt að ganga upp og þetta verður virkilega krefjandi en skemmtilegt sumar."

„Leikmannahópur okkar samanstendur af ákveðnum kjarna sem hefur verið í félaginu undanfarin ár ásamt því að við höfum bætt við okkur nokkrum sterkum leikmönnum. Við erum með góða blöndu af reynslu og ungum hungruðum strákum."

„Ég tel að styrkleiki okkar felist mikið í góðri liðsheild og stemningu eins og það hefur alltaf verið í KV en við teljum okkur líka vera með mjög gott alhliða fótboltalið sem langar mikið í árangur," segir Atli en hvernig sér hann deildina fyrir sér í heild sinni.

„Ég sé fyrir mér jafna og mjög skemmtilega deild þar sem öll liðin geta reitt stig af hvert öðru. Það helst í hendur við tvær efstu deildirnar að þær verða sterkari með hverju árinu. Ég vil lítið vera að segja að einhver ákveðin lið verði við toppinn eða botninn en við munum gera allt til að fyrirsögnin hjá Gulla vini mínum hjá Hetti standist í lok móts."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner