Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 03. maí 2016 09:45
Fótbolti.net
Hófið - Fjölgun á gervigrasvagninum
Lokahóf 1. umferðar Pepsi-deildarinnar
Við blásum til lokahófs eftir hverja umferð!
Við blásum til lokahófs eftir hverja umferð!
Mynd: Fótbolti.net
Stjörnumenn fagna sigrinum gegn Fylki.
Stjörnumenn fagna sigrinum gegn Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Hressar stelpur sem mættu á KR - Víking.
Hressar stelpur sem mættu á KR - Víking.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Köttarar voru ferskir í stúkunni gegn FH.
Köttarar voru ferskir í stúkunni gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar lauk í gær og var nóg af áhugaverðum punktum. Líkt og venja er þá heldur Fótbolti.net sérstakt lokahóf eftir hverja umferð. Það er alltaf léttleiki á hófunum.

Leikur umferðarinnar: Valur 1 - 2 Fjölnir
Það var fjör í flestum leikjum en á Hlíðarenda var boðið upp á skemmtilegan og spennandi leik sem var fullur af atvikum. Sjá skýrsluna

Einkenni umferðarinnar: Fjölgar á gervigrasvagninum
Grasvellir landsins eru að reynast mönnum erfiðir til að spila alvöru fótbolta á meðan allt er í blússandi gír á gervigrösunum. Talsmenn gervigrasvalla eru sigurvegarar umferðarinnar, sérstaklega eftir leik KR og Víkings í gær! Sífellt fleiri sjá kostinn í því að gervigrasvæða fótboltavelli landsins.

EKKI leikur umferðarinnar: KR - Víkingur R.
ZZZzzzzzz

EKKI lið umferðarinnar


Skagamenn eru áberandi í EKKI liðinu enda fengu þeir skell í Vestmannaeyjum þar sem þeir töpuðu illa 4-0. Þróttur og Fylkir eiga tvo fulltrúa hvort lið.

Skellur umferðarinnar: Skagamenn
Skagamenn áttu sína verstu byrjun frá 1947. Gunnlaugur Jónsson veðjar á heimastrákana og tekur þar mikla áhættu á meðan flest lið hafa styrkt sig. Í fyrra var ÍA að vinna liðin sem áttu að vera í kringum það og þetta tap út úr karakter miðað við það.

Mark umferðarinnar: Kenan Turudija
Óvænt úrslit urðu í Kópavoginum þar sem Víkingur Ólafsvík vann 2-1 útisigur. Kenan skoraði sigurmarkið gegn gangi leiksins með stórglæsilegu skoti sláin inn. Síðar átti hann eftir að fá rautt spjald en það kom ekki að sök.

Klúður umferðarinnar: Arnþór Ari Atlason
Blikinn stóð nánast á línunni en náði samt ekki að skora þegar boltinn sveif til hans.

Ummæli umferðarinnar: Lárus Orri efast um formið á Þrótturum
„Greyið Þróttur, allir sprungnir í seinni. Einn kominn með sinadrátt eftir 65 mínútur og 19 virkaði eins og hann væri að koma úr fermingarveislu," skrifaði Lárus Orri Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður, á Twitter.

Heiðursverðlaun umferðarinnar: Atli Viðar Björnsson
Alltaf tilbúinn að koma af bekknum og skora! Þvílíkt eintak.

Dómari umferðarinnar: Ívar Orri Kristjánsson
Var með fulla stjórn á leik Blika og Ólsara. Aðalatriðið var fótboltinn. Gerði þetta mjög vel.

Tímamót umferðarinnar: Kvenkyns vallarþulur
Stjarnan býður upp á kvenkyns vallarþul í sumar og er fyrst liða til að gera það í sögu Pepsi-deildarinnar! Fagnaðarefni. Sigrún María Jörundsdóttir heldur um hljóðnemann.

Vonbrigði umferðarinnar: Óli Kristjáns í Pepsi-mörkunum
Nýr sérfræðingur Pepsi-markanna var ekki að skora hátt á Twitter fyrir frumraun sína. Sérstaklega var hann gagnrýndur fyrir að taka ekki afstöðu í því sem um var rætt í þættinum. Vonandi eitthvað sem mun breytast.

Brot af #fotboltinet á Twitter:




















Athugasemdir
banner
banner
banner
banner