Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 03. maí 2016 12:00
Fótbolti.net
Meistaraspáin: Bjössi spáir vítaspyrnukeppni
Sigurbjörn og Tryggvi spá Bayern áfram.
Sigurbjörn og Tryggvi spá Bayern áfram.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net
Fótbolti.net hefur góða forystu í Meistaraspánni en seinni leikir undanúrslita eru næstir á dagskrá.

Í kvöld mætast Bayern München og Atletico Madrid í Þýskalandi en Spánverjarnir leiða einvígið 1-0.

Sigurbjörn Hreiðarsson:

Bayern München 1 - 0 Atetico Madrid
Bayern vinnur 1-0. Þeir sækja og sækja allan leikinn og Atletico leggur rútunni og spilar mjög þröngar Sacci línur með átakanlegri ástríðu. Fer í framlengingu og vítakeppni þar sem Bayern vinnur. Þar verður öryggið mikið og endar 8-7.

Tryggvi Guðmundsson:

Bayern München 2 - 0 Atletico Madrid
Var í vandræðum með að velja á milli 2-0 og 3-0 en enda á 2-0 þar sem Atletico eru nú ekki vanir að sleppa inn mörgum mörkum. Bayern mun stjórna ferðinni, halda hreinu og finna nægilega margar glufur til að gera 2 mörk og komast í úrslitaleikinn.

Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon:

Bayern München 0 - 0 Atletico Madrid
Atletico berst fram í rauðan dauðann og nær að loka svo vel á Bæjara að annað eins hefur ekki sést síðan Grikkland varð Evrópumeistari. Þjóðverjarnir hafa ekki verið sannfærandi í útsláttarkeppninni og ég spái því að þeir sitji sárir og svekktir eftir.

Staðan (3 stig fyrir rétt skor - 1 stig fyrir rétt tákn)
Fótbolti.net - 26
Tryggvi Guðmundsson - 19
Sigurbjörn Hreiðarsson - 15
Athugasemdir
banner
banner