Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. maí 2016 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dembele líklega í bann fram á næsta tímabil
Dembele gæti misst af leikjum í haust.
Dembele gæti misst af leikjum í haust.
Mynd: Getty Images
Moussa Dembele missir líklega af fyrsta leik eða fyrstu leikjum næsta tímabils eftir að hafa potað í augað á Diego Costa er Tottenham gerði jafntefli við Chelsea í gærkvöldi.

Danny Rose var nýbúinn að tækla Willian og byrjuðu leikmennirnir að rífast. Þá sauð allt upp úr og hljóp Mauricio Pochettino inn í átökin áður en Dembele og Costa mættust í miðjum áflogunum.

Líklegt er að enska knattspyrnusambandið skoði þetta atvik vegna þess að dómari leiksins, Mark Clattenburg, sá það ekki. Endursýningar sýna þó að annar aðstoðardómarinn var í beinni sjónlínu.

Óljóst er hvort aðrir leikmenn verði settir í bann fyrir sinn þátt í átökum leiksins sem voru óvenju mörg. Þess má geta að tólf gul spjöld voru gefin í leiknum, og fengu leikmenn Tottenham níu þeirra.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndband af atvikinu þegar Dembele potar viljandi í augað á Costa.


Athugasemdir
banner
banner