Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. maí 2016 10:00
Magnús Már Einarsson
Mario orðaður við Manchester United
Powerade
Joao Mario er orðaður við Manchester United.
Joao Mario er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Giroud er orðaður við Wolfsburg.
Giroud er orðaður við Wolfsburg.
Mynd: Getty Images
Hér að neðan má sjá allt helsta slúðrið úr enska boltanum í dag.



Jose Mourinho reiknar með að ákveða framtíð sína í vikunni en hann hefur beðið Manchester United um svör, hvort hann sé að taka við í sumar eða ekki. (Telegraph)

Manchester United er tilbúið að bjóða í Joao Mario, miðjumann Sporting Lisabon. Hann er með 55 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum. (A Bola)

Manchester City hefur samþykkt að borga 39 milljónir punda fyrir Aymeric Laporte, varnarmann Athletic Bilbao í sumar. (Guardian)

Wolfsburg vill reyna að fá Olivier Giroud frá Arsenal en þýska félagið er tilbúið að borga honum 5,5 milljónir punda í árslaun. (Foot Mercato)

Sterkur orðrómur er um að Francesco Guidolin, stjóri Swansea, sé að taka við Watford. (South Wales Evening Post)

Rafa Benitez kemur til greina sem næsti stjóri Everton, það er að segja ef að Newcastle fellur úr ensku úrvalsdeildinni. (Daily Mail)

Inter hefur áhuga á Florian Thauvin, miðjumanni Newcastle, en hann hefur verið í láni hja Marseille. (Newcastle Chronicle)

Stuðningsmenn Aston Villa ætla að mótmæla eignarhaldi Randy Lerner á félaginu í leiknum gegn Newcastle um helgina. Stuðningsmenn ætla að hætta að láta í sér heyra á 74. mínútu leiksins. (Birmingham Mail)

Brendan Rodgers vill snúa aftur í fótboltann í sumar en hann hefur gefið í skyn að hann sé tilbúinn að taka við Celtic. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner