þri 03. maí 2016 20:43
Óðinn Svan Óðinsson
Meistaradeildin: Atletico Madrid í úrslitaleikinn
Griezmann skoraði kom Atletico áfram
Griezmann skoraði kom Atletico áfram
Mynd: Getty Images
Bayern 2 - 1 Atletico Madrid (Samtals 2-2)
1-0 Xabi Alonso ('31 )
1-0 Thomas Muller ('34 , Misnotað víti)
1-1 Antoine Griezmann ('54 )
2-1 Robert Lewandowski ('74 )
2-1 Fernando Torres ('84 , Misnotað víti)

Bayern München og Atletico Madrid áttust við í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Madrídinga og staða þeirra því vænleg.

Bæjarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og fengu nokkur góð færi í upphafi leiks þar sem Pólverjinn Robert Lewandowski var að skapa hættu.

Krafturinn í heimamönnum bar árangur eftir um hálftíma leik þegar Xabi Alonso skoraði mark beint úr aukaspyrnu. Smá heppnisstimpill var yfir markinu en það átti viðkomu í varnarmann Atletico.

Aðeins 5 mínutum síðar fengu heimamenn tækifæri til að komast í vænlega stöðu þegar vítaspyrna var dæmd. Thomas Muller steig á punktinn en Jan Oblak sem verið hefur magnaður í vetur gerði sér lítið fyrir og verði slaka spynu Mullers.

Þannig var staðan í hálfleik og því allt opið fyrir seinni hálfleikinn.

Gestirnir komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og eftir um tíu mínútna leik komst Frakkinn Antoine Griezmann innfyrir vörnina eftir frábæra sendingu frá Fernando Torres. Griezmann var mjög yfirvegaður og kláraði færið eins og fagmaður.

Þegar þarna var komið við sögu þurftu heimamenn að skora tvö mörk til að fara áfram. Heimamenn gerðu harða atlögu að marki Atletico og komust nokkrum sinnum í ákjósanleg færi.

Robert Lewandowski hleypti svo spennu aftur í leikinn með góðu skallamarki á 74. mínútu. Þá kom sending frá vinstri kannti fyrir markið sem Arturo Vidal skallaði í átt að Lewandowski sem gerði engin mistök og stýrði boltanum í netið með höfðinu.

Madrídingar fengu svo gullið tækifæri til að komast í útslitaleikinn þegar Javi Martínez braut á Fernando Torres og og vítaspyrna dæmd. Torres fór sjálfur á punktinn en Manuel Neuer varði spyrnuna.

Bayern sóttu hart að marki Madrídinga en náðu ekki að bæta við marki og þar við sat. Lokatölur 2-1 og Atletico Madríd á leið í úrslitaleikinn.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner