Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 03. maí 2016 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Bayern þarf að skora gegn Atletico
Mynd: Getty Images
FC Bayern tekur á móti Atletico Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Atletico vann fyrri leik liðanna 1-0 á heimavelli og því getur útivallarmark komið félaginu langleiðina í úrslitaleikinn og er Diego Simeone, þjálfari Atletico, búinn að segja að sínir menn ætli frekar að reyna að skora heldur en treysta á markalaust jafntefli.

Takist Atletico að skora eitt mark á Allianz Arena þurfa heimamenn í Bayern að gera þrjú til að komast í úrslit.

Það mun þó reynast ansi erfitt fyrir Atletico að mæta á Allianz þar sem Bayern hefur unnið ellefu heimaleiki í Meistaradeildinni í röð, allt frá tapi gegn Real Madrid í undanúrslitum árið 2014.

Bayern hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum en Atletico hefur aldrei unnið. Atletico komst í úrslit 2014 og tapaði fyrir Real Madrid.

Leikur kvöldsins:
18:45 FC Bayern - Atletico Madrid (0-1) (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner