Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   þri 03. maí 2016 12:30
Elvar Geir Magnússon
Myndband: Mögnuð auglýsing N1 vekur mikla athygli
Mynd: Úr auglýsingunni
Mögnuð auglýsing N1 hefur svo sannarlega vakið mikla athygli og ekki laust við að spennan fyrir Evrópumótið í sumar aukist gríðarlega við áhorf.

Í auglýsingunni er búið að setja inn gömul myndbönd af strákunum okkar í landsliðinu frá því að þeir léku í yngri flokkunum með uppeldisfélögum sínum. Búið er að blanda því saman við tilþrif þeirra fyrir íslenska landsliðið.

Sjá má Hannes Þór Halldórsson með Leikni, Ragnar Sigurðsson með Fylki, Jóhann Berg Guðmundsson með Breiðabliki og Kolbein Sigþórsson með Víkingi.

Auglýsinguna má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner