Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. maí 2016 16:03
Magnús Már Einarsson
Sam Tillen í Fram á láni (Staðfest)
Sam Tillen er kominn til Fram á nýjan leik.
Sam Tillen er kominn til Fram á nýjan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram hefur fengið vinstri bakvörðinn Sam Tillen á láni frá Íslandsmeisturum FH.

Fram hefur tryggt sér kauprétt á leikmanninum síðar á árinu en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Sam kom upphaflega til Fram árið 2008 og spilaði með liðinu til ársins 2012 þegar hann gekk í raðir FH.

„Það eru talsverðar væntingar bundnar við að þessi styrking á liðinu muni gera Fram kleyft að berjast í efri hluta deildarinnar eftir magur tímabil í fyrra," segir á heimasíðu Fram.

Fram hefur samtals fengið 18 nýja leikmenn í sínar raðir í vetur en liðið mætir KA í fyrstu umferð í Inkasso-deildinni á sunnudag.

Komnir:
Arnar Sveinn Geirsson frá Víkingi Ó.
Atli Fannar Jónsson frá Víkingi R.
Brynjar Kristmundsson frá Víkingi Ó.
Dino Gavric frá Króatíu
Gunnlaugur Hlynur Birgisson frá Breiðabliki á láni
Hafþór Þrastarson frá Fjarðabyggð
Haukur Lárusson frá Fjölni
Hilmar Þór Hilmarsson frá Val
Hlynur Atli Magnússon frá Noregi
Ingólfur Sigurðsson frá Víkingi Ó.
Ivan Bubalo frá Króatíu
Ivan Parlov frá Króatíu
Kristófer Jacobson Reyes frá Víkingi Ó.
Ósvald Jarl Traustason frá Breiðabliki á láni
Sam Tillen frá FH á láni
Sigurður Hrannar Björnsson frá Víkingi R. á láni
Sigurpáll Melberg Pálsson frá Víkingi R.
Stefano Layeni frá Leikni F.

Farnir:
Alexander Aron Davorsson í Aftureldingu
Alexander Már Þorláksson í Hött
Cody Nobles Mizell
Davíð Einarsson í Fylki (Var á láni)
Einar Már Þórisson í KV
Ernir Bjarnason í Breiðablik (Var á láni)
Eyþór Helgi Birgisson til Volda í Noregi
Gunnar Helgi Steindórsson
Hrannar Einarsson í Hamar
Magnús Már Lúðvíksson hættur
Ómar Friðriksson í Víking R. (Var á láni)
Sebastien Uchechukwu Ibeagha
Sigurður Gísli Snorrason í FH (Var á láni)
Tryggvi Sveinn Bjarnason
Athugasemdir
banner
banner