Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   fim 03. maí 2018 15:30
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deild kvenna: 9.sæti
Hömrunum er spáð 9. sæti í 1.deildinni
Hömrunum er spáð 9. sæti í 1.deildinni
Mynd: Aðsend
Natalia Gomez fyrrum leikmaður Þórs/KA þjálfar Hamrana í sumar
Natalia Gomez fyrrum leikmaður Þórs/KA þjálfar Hamrana í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Karen María er spennandi leikmaður
Karen María er spennandi leikmaður
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Frá leik Hamranna síðastliðið sumar
Frá leik Hamranna síðastliðið sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9. Hamrarnir, 48 stig
10. Sindri, 23 stig

9. Hamrarnir

Lokastaða í fyrra: 8. sæti í 1. deild.

Þjálfarinn: Natalia Gomez þjálfar Hamrana í sumar en hún spilaði með Íslandsmeisturum Þórs/KA síðastliðið sumar. Hún þjálfaði 2.flokk Þórs/KA/Hamranna sem vann tvöfalt í fyrra en sú breyting verður á að í sumar verður enn meira samstarf á milli Þórs/KA og Hamranna og liðið að stórum hluta byggt upp á sigursælum 2. flokks leikmönnunum sem ekki komast í lið hjá Þór/KA.

Styrkleikar: Liðið spilar skipulagðan og agaðan varnarleik og á svo leikmenn innan sinna raða sem geta skapað færi úr nánast engu hinu megin á vellinum. Liðið er í betra formi en í fyrra og það er gott sjálfstraust og stemmning í hópnum.

Veikleikar: Margir leikmenn hafa ekki reynslu úr meistaraflokksfótbolta. Liðið er hálfgert varalið fyrir Þór/KA og það getur bæði þýtt að leikmenn leggi mikið á sig til að komast í hóp hjá Þór/KA en líka að athyglin verði fyrst og fremst á Pepsi-deildarliðinu og það hafi áhrif á undirbúning og skipulag Hamranna.

Lykilmenn: Hulda Karen Ingvarsdóttir, Elva Marý Baldursdóttir, Harpa Jóhannsdóttir.

Gaman að fylgjast með: Karen María Sigurgeirsdóttir vakti athygli í Pepsi-deildinni í fyrra þegar hún skoraði í fyrstu snertingu gegn FH og tryggði Þór/KA þannig mikilvægan sigur í titilbaráttunni. Hún á eftir að vera í stóru hlutverki hjá Hömrunum og hrella markmenn og varnarmenn andstæðinganna með leikni sinni og klókindum.

Natalia Gomez, þjálfari Hamranna, um spánna og markmið liðsins:

„Mikilvægast er að við hugsum um okkur sjálfar. Við erum með mjög hæfileikaríkt og vinnusamt lið sem mun leggja hart að sér til að vera á toppnum. Markmið okkar er að vinna deildina.“

„Þetta verður sterk deild þar sem það eru mörg öflug lið. Allir leikir verða erfiðir og það verður hart barist um efstu sætin.“


Komnar:
Amanda Mist Pálsdóttir úr Aftureldingu/Fram
Leikmenn úr 2.flokki Þórs/KA/Hamranna eru gjaldgengar með liðinu

Farnar:
Helena Jónsdóttir í Þór/KA
Íunn Eir Gunnarsdóttir í Gróttu
Margrét Selma Steingrímsdóttir í ÍR

Fyrstu leikir Hamranna:
12. maí Hamrarnir – Sindri
19. maí Afturelding/Fram – Hamrarnir
27. maí Hamrarnir - Fylkir
Athugasemdir
banner
banner
banner