Breiðablik rúllaði yfir Stjörnuna í fyrstu umferð Íslandsmótsins og skoraði sex mörk í Garðabæ.
Þorsteinn Halldórsson þjálfari Blika var ánægður með frábæran sigur þar sem margir ungir leikmenn fengu tækifæri.
Þorsteinn Halldórsson þjálfari Blika var ánægður með frábæran sigur þar sem margir ungir leikmenn fengu tækifæri.
„Þær pressuðu okkur í byrjun og það var smá skjálfti í okkur en mér fannst við svara þeim. Við unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn," sagði Þorsteinn að leikslokum.
Þorsteinn er ánægður með ungu stelpurnar sem eru að stíga upp í aðalliðið eftir að hafa misst lykilmenn í atvinnumennsku.
„Þetta eru ekki bara efnilegar stelpur, þetta eru góðar stelpur, þetta eru stelpur sem eru virkilega góðar og ég hef bullandi trú á þeim.
„Ég sé enga ástæðu til að fara að ræða aldur eða eitthvað svona. Þær eru teknískar, fljótar og virkilega flottar."
Þorsteinn vildi ekki ræða um möguleika Blika á titlinum en segir það vera vitað mál að liðið spili til að vinna.
„Það er ekki oft sem Stjarnan fær sex mörk á sig, ég veit ekki hvenær það hefur gerst í deildarleik á Íslandi."
Athugasemdir