Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   fim 03. maí 2018 21:50
Ívan Guðjón Baldursson
Þorsteinn Halldórs: Ekki bara efnilegar stelpur
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik rúllaði yfir Stjörnuna í fyrstu umferð Íslandsmótsins og skoraði sex mörk í Garðabæ.

Þorsteinn Halldórsson þjálfari Blika var ánægður með frábæran sigur þar sem margir ungir leikmenn fengu tækifæri.

„Þær pressuðu okkur í byrjun og það var smá skjálfti í okkur en mér fannst við svara þeim. Við unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn," sagði Þorsteinn að leikslokum.

Þorsteinn er ánægður með ungu stelpurnar sem eru að stíga upp í aðalliðið eftir að hafa misst lykilmenn í atvinnumennsku.

„Þetta eru ekki bara efnilegar stelpur, þetta eru góðar stelpur, þetta eru stelpur sem eru virkilega góðar og ég hef bullandi trú á þeim.

„Ég sé enga ástæðu til að fara að ræða aldur eða eitthvað svona. Þær eru teknískar, fljótar og virkilega flottar."


Þorsteinn vildi ekki ræða um möguleika Blika á titlinum en segir það vera vitað mál að liðið spili til að vinna.

„Það er ekki oft sem Stjarnan fær sex mörk á sig, ég veit ekki hvenær það hefur gerst í deildarleik á Íslandi."
Athugasemdir
banner