Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
Jökull: Sendu fullorðna menn að biðja þá um að gera þetta hægt
Rúnar Kristins: Góður varnarleikur, misheppnuð færi og góðir markmenn
Magnús Már: Þetta er ekki "RUPL" þetta er fokking rugl
Dóri Árna: Eins og að fá nýjan leikmann í okkar hóp
Ungstirnið nýtur þess að spila með Fram - „Ekki til betri tilfinning fyrir mig"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Lét Ryder heyra það eftir leik
Sveinn Margeir ósammála Mána: Geggjað tækifæri í námi og fótbolta
Viðar Örn: Heyri fullt af hlutum um mig og í svona 98% tilvika er það kjaftæði
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
Góð innkoma hjá Viðari - „Sér hlutina á háu leveli"
Sindri Kristinn: Helgi Mikael gefur þessa vítaspyrnu
„Leikmaðurinn var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu"
Daníel Hafsteins: Væri fínt ef ég væri alltaf haltur
Brynjar Björn: Hef enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík
Siggi Höskulds: Komum með aðeins breytt leikplan
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
banner
   fös 03. maí 2024 21:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Aníta Dögg Guðmundsdóttir.
Aníta Dögg Guðmundsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður alveg ótrúlega vel. Þetta var ógeðslega gaman. Ég lenti klukkan sex í morgun," sagði Aníta Dögg Guðmundsdóttir, markvörður Breiðabliks, eftir 3-0 sigur gegn FH í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 FH

Markvarðarmál Blika voru svolítið til umræðu fyrir leikinn þar sem Telma Ívarsdóttir nefbrotnaði í síðasta leik og gat ekki spilað þennan leik.

Það var óvíst hver yrði í marki Blika þar sem enginn varamarkvörður var til staðar. Aníta er í háskólaboltanum í Alabama í Bandaríkjunum og átti ekki að koma heim fyrr en á mánudaginn, en hún náði að koma heim fyrr.

„Telma lenti í nefbroti og það var búið að senda á mig hvernig staðan væri með flug. Svo er ég bara komin á klakann. Seinasta lokaprófið var á þriðjudaginn og svo sendi ég bara á kennarana. Það var allt í góðu að ég fengi að fara."

„Þetta reddaðist bara á seinustu stundu. Ég var mjög stressuð þar sem ég fór að sofa beint eftir að ég kom heim og svo vaknaði ég og hugsaði að þetta væri ekki að fara að enda vel. Svo fékk ég mér að borða og var bara góð."

Aníta átti bara góðan leik, eins og allt Blikaliðið.

Hægt er að sjá viðtalið við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner