Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
Sterkastur í 7. umferð: Núna er ég kominn ofar á völlinn og þá komu mörk
Ómar Ingi: Er að komast upp á lagið að halda minna með honum
Gummi Magg: Það var sætt að sjá hann í netinu
Haraldur Freyr: Hann allavega brýtur á honum
„Veit ekki hvort hann verði klár í næsta leik, þarnæsta eða eftir tíu leiki"
Jón Þór: Hann bjargaði stigi fyrir okkur í dag
Jason Daði: Ég er leikmaður Breiðabliks og er mjög sáttur hér
Frans: Refsuðum þeim þegar boltinn skoppaði aðeins á grasinu
Jökull: Sendu fullorðna menn að biðja þá um að gera þetta hægt
Rúnar Kristins: Góður varnarleikur, misheppnuð færi og góðir markmenn
Magnús Már: Þetta er ekki "RUPL" þetta er fokking rugl
Dóri Árna: Eins og að fá nýjan leikmann í okkar hóp
Ungstirnið nýtur þess að spila með Fram - „Ekki til betri tilfinning fyrir mig"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Lét Ryder heyra það eftir leik
Sveinn Margeir ósammála Mána: Geggjað tækifæri í námi og fótbolta
Viðar Örn: Heyri fullt af hlutum um mig og í svona 98% tilvika er það kjaftæði
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
banner
   fös 03. maí 2024 21:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
Andrea Marý Sigurjónsdóttir.
Andrea Marý Sigurjónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Andrea er upp á spítala núna. Ég vona að það fagfólk sem er þar sé að reyna að hjálpa henni að ná hjartslættinum aftur í takt og svo framvegis," sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir leik gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld.

Leikurinn endaði 3-0 fyrir Blikum en í lokin voru úrslitin algjört aukaatriði. Andrea Marý Sigurjónsdóttir, leikmaður FH, hneig niður í lok leiksins og var hringt á sjúkrabíl í snatri.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 FH

„Þetta leit ekki vel út. Það er rosalegt langt síðan hún hefur lent í svona. Hún er hjartasjúklingur en síðustu tvö ár hafa verið góð. Þetta er gríðarlegt bakslag fyrir hana. Hugur okkar allri er hjá henni. Ég vona svo sannarlega að þeir fagaðilar sem eru upp á spítala nái að aðstoða hana núna."

Andrea var með meðvitund þegar hún fór af Kópavogsvelli en henni leið mjög illa.

„Hjartað fer á fullt hjá henni og hún nær því ekki niður. Hún þekkir þetta, þegar það fer á fullt. Hún hefur sínar aðferðir til að ná því niður. Það gekk engan veginn núna og hún stjórnaði engu. Hjartað var á milljón og hún átti mjög erfitt með andardrátt. Þetta var óþægilegt í alla staði."

Við á Fótbolti.net sendum okkar bestu batakveðjur á Andreu Marý eftir þetta óhugnanlega atvik.

Við þurfum að laga þetta
Í viðtalinu hér að ofan ræddi Guðni aðeins líka um leikinn sem var í kvöld. FH gaf klaufaleg mörk en liðið er með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leikina.

„Við mættum Blikaliðinu af fullum krafti og komum okkur í góðar stöður. Brooke fékk dauðafæri og Elísa átti stangarskot, en inn vildi boltinn ekki. Við fáum okkur skítamörk í andlitið og það pirrar mig rosalega. Við höfum fengið á okkur skítamörk í síðustu tveimur leikjum. Mörk breyta leikjum," sagði Guðni.

„Við þurfum að laga þetta. Við getum ekki spilað fótboltaleiki og lekið inn einhverjum skítamörkum aftur og aftur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner