Gunni Borg þjálfari Selfyssinga var sáttur eftir 1-0 sigur sinna manna á HK í Inkasso deildinni í dag. Jafnræði var með liðunum en Alfi Conteh skoraði sigurmark Selfyssinga rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.
Lestu um leikinn: Selfoss 1 - 0 HK
„Við stýrðum leiknum og sýndum töluvert meiri gæði. Þeir voru duglegir, áttu sína hálfsénsa og allt það. Við hefðum átt að klára þetta hérna í blálokin þegar við fáum fjóra á móti marki. Gott að sigla þessu heim."
„Mér fannst við bara vera solid allan tímann, bara góðir. Misstum boltann aðeins en í gegnum leikinn bara nokkuð góður og héldum okkar plani vel. Við vissum hvað þeir ætluðu að gera og lokuðum vel á það."
Aðspurður hvort Selfyssingar horfðu til þess að ætla sér upp í Pepsideildina á þessu tímabili hafði Gunnar þetta að segja:
„Úff, þessi spurning sko. Auðvitað langar okkur það en það er hinsvegar ekki fyrsta markmiðið okkar. Ef það gerist þá gerist það bara, við erum bara að reyna að vinna fótbolta leiki og spila góðan fótbolta."
Athugasemdir