De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   lau 03. júní 2017 19:58
Mist Rúnarsdóttir
Steini Halldórs: Þær skapa sér engin opin færi
Steini og lærimeyjar hans eru úr leik í bikarnum
Steini og lærimeyjar hans eru úr leik í bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega svekktur þegar Fótbolti.net náði af honum tali eftir 3-1 tap gegn Þór/KA í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 Þór/KA

„Að sjálfsögðu voru þetta mikil vonbrigði. Þetta var hundfúlt. Við raunverulega gefum þeim tvö mörk þannig að þær ná góðri forystu. Mér fannst við díla vel við sóknarleikinn þeirra heilt yfir og ég held að þær hafi ekki skapað sér eitt einasta opið færi allan leikinn. Samt fáum við á okkur þrjú mörk. Það segir kannski ákveðna sögu um leikinn. Þær opnuðu okkur aldrei. Það er bara staðreynd.“

Það má að vissu leyti segja að Sandra Mayor hafi verið munurinn á liðunum í dag. Hún skoraði þrjú mörk, þar af tvö upp úr litlu, á meðan Blikum gekk illa að nýta sína sénsa. Hvernig ætluðu Blikar að eiga við hana?

„Hún er náttúrulega frábær í fótbolta en hún fékk ekkert einasta færi allan leikinn og skapaði ekkert einasta færi allan leikinn. Það segir ýmislegt um það hvernig við náðum að díla við ákveðna hluti en við skorum ekki úr þeim færum sem við erum að fá. Það er munurinn í þessum leikjum. Þær refsa fyrir okkar mistök og við gerum það ekki,“ sagði Steini sem var þokkalega sáttur við frammistöðu síns liðs þrátt fyrir úrslitin.

Framundan er tveggja vikna landsliðshlé en Steini er ekki mjög hrifinn af því þar sem fámennt verður á æfingum hjá honum og leikmenn skila sér seint til baka fyrir stórleikinn á móti Stjörnunni þann 16. júní.

„Ég held ég verði með átta á æfingum þannig að ég veit ekki alveg hvernig ég á að nýta fríið. Ég held ég fái mína leikmenn á æfingu daginn fyrir Stjörnuleikinn. Það er náttúrulega bara partur af því að vera með leikmenn í landsliðinu. Ég held ég geri ógeðslega lítið sem hjálpar liðinu öllu."

„Ég vonast bara til þess að þær komi heilar úr þessum verkefnum sem þær eru að fara í. Svo tek ég stöðuna á því daginn fyrir Stjörnuleikinn. Ég er ekki að fara að nýta þetta frí í neitt sem hentar öllu liðinu. Það er gallinn við þetta helvítis landsleikjahlé. Maður fær leikmenn bara daginn fyrir leik.“


Hægt er að horfa á allt viðtalið við Steina hér að ofan en þar kemur hann nánar inn á leikinn, innáskiptingar sínar, landsleikjahléið og fjarveruna í síðasta deildarleik.
Athugasemdir
banner