Ótrúleg byrjun á Pepsi-deild karla
Pepsi-deildin 2018 byrjar hreint út sagt ótrúlega. Sjaldan ef aldrei hefur verið eins mjótt á munum í byrjun móts.
Á þessum sunnudegi sigraði Stjarnan Breiðablik, ÍBV vann KR og KA kláraði Víking Reykjavík.
Á þessum sunnudegi sigraði Stjarnan Breiðablik, ÍBV vann KR og KA kláraði Víking Reykjavík.
Eftir leiki dagsins munar aðeins þremur stigum á liðinu í fyrsta sæti, Breiðablik, og liðinu í tíunda sæti, Fylki. Það ber þó að nefna það að sex lið eru búin með sjö leiki og sex lið eru búin með sex leiki. Samt verður þetta að teljast ótrúlegt.
Breiðablik er aðeins búið að ná í tvö stig af síðustu 12 mögulegum. Samt er Kópavogsliðið enn á toppi deildarinnar. FH, Valur, Fjölnir, Fylkir og Grindavík eiga möguleika á því að taka toppsætið á morgun.
Leikirnir á morgun:
19:15 Fjölnir-Valur (Extra völlurinn)
19:15 FH-Keflavík (Kaplakrikavöllur)
19:15 Grindavík-Fylkir (Grindavíkurvöllur)
2 stig af 12 mögulegum en Blikar enn á toppnum. Gæti þó breyst á morgun. #crazypepsideild
— Höddi Magg (@HoddiMagnusson) June 3, 2018
Athugasemdir