Breiðablik tapaði 1-0 á móti Stjörnunni á Kópavogsvelli í 7.umferð Pepsí-deildarinnar í kvöld. Fyrirliði Breiðabliks, Gunnleifur Gunnleifsson gerði skelfileg mistök í fyrra marki Breiðabliks þar sem hann missti boltann og fékk dæmt á sig víti, Gulli tók það algjörlega á sig.
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 1 Stjarnan
„Stjörnumenn voru góðir, þeir voru fastir fyrir eins og við bjuggumst við og reyndum að svara því en svo gef ég þeim sigurinn. Ég var bara of lengi að losa mig við hann."
Breiðablik vann fyrstu 3 leiki Pepsí-deildarinnar en hafa ekki unnið núna í 4 síðustu leikjum, Gulli sagði að þeir þyrftu að finna taktinn á ný.
„Við þurfum bara að ná taktinum aftur, við höfum spilað marga fína leiki eins og tapleikinn við Val og vorum líka með yfirhöndina gegn Víking. Þetta var kannski okkar slakasta frammistaða hingað til en það er bara eins og gengur og gerist í fótbolta og bara áfram gakk."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir