Breiðablik tapaði 1-0 á heimavelli gegn Stjörnunni í kvöld. Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks sagði að sínir menn hafi verið ólíkir sjálfum sér í dag.
„Mér fannst við ólíkir sjálfum okkur í dag varðandi spilamennsku, við náðum ekki að halda boltanum nógu vel og féllum í þá gryfju að spila langa bolta sem er ekki okkar spil. Þeir voru bara grimmari en við og það skildi liðin að."
Stjörnumenn voru grimmir í dag og voru aðeins að sparka í Blikana og Gústi sagði að þeir vissu alveg að það myndi gerast.
„Það eru nokkrir menn þarna hjá okkur sem er alltaf verið að reyna sparka í en við verðum bara að þola það en ég kalla eftir því að dómarar taki betur á því."
„Mér fannst við ólíkir sjálfum okkur í dag varðandi spilamennsku, við náðum ekki að halda boltanum nógu vel og féllum í þá gryfju að spila langa bolta sem er ekki okkar spil. Þeir voru bara grimmari en við og það skildi liðin að."
Stjörnumenn voru grimmir í dag og voru aðeins að sparka í Blikana og Gústi sagði að þeir vissu alveg að það myndi gerast.
„Það eru nokkrir menn þarna hjá okkur sem er alltaf verið að reyna sparka í en við verðum bara að þola það en ég kalla eftir því að dómarar taki betur á því."
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 1 Stjarnan
Arnór Gauti Ragnarsson átti að byrja leikinn en var síðan kominn á bekkinn þegar leikur hófst, meiðsli aftan í læri komu í veg fyrir að hann spilaði.
„Hann var í vandræðum með lærið, aftan í læri og treysti sér ekki í að starta í dag."
Athugasemdir