Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
   sun 03. júní 2018 22:49
Egill Sigfússon
Gústi Gylfa: Alltaf verið að sparka í nokkra leikmenn hjá okkur
Gústi er enn að leita að fjórða deildarsigrinum
Gústi er enn að leita að fjórða deildarsigrinum
Mynd: Raggi Óla
Breiðablik tapaði 1-0 á heimavelli gegn Stjörnunni í kvöld. Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks sagði að sínir menn hafi verið ólíkir sjálfum sér í dag.

„Mér fannst við ólíkir sjálfum okkur í dag varðandi spilamennsku, við náðum ekki að halda boltanum nógu vel og féllum í þá gryfju að spila langa bolta sem er ekki okkar spil. Þeir voru bara grimmari en við og það skildi liðin að."

Stjörnumenn voru grimmir í dag og voru aðeins að sparka í Blikana og Gústi sagði að þeir vissu alveg að það myndi gerast.

„Það eru nokkrir menn þarna hjá okkur sem er alltaf verið að reyna sparka í en við verðum bara að þola það en ég kalla eftir því að dómarar taki betur á því."

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Stjarnan

Arnór Gauti Ragnarsson átti að byrja leikinn en var síðan kominn á bekkinn þegar leikur hófst, meiðsli aftan í læri komu í veg fyrir að hann spilaði.

„Hann var í vandræðum með lærið, aftan í læri og treysti sér ekki í að starta í dag."
Athugasemdir
banner
banner