Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 03. júlí 2015 21:22
Stefán Haukur
1. deild: Grindavík lagði Þór
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór 2-3 Grindavík
0-1 Tomislav Misura (’28)
0-2 Jósef Kristinn Jósefsson (’38)
0-3 Tomislav Misura (’41)
1-3 Ármann Pétur Ævarsson (‘44)
2-3 Jónas Björgvin Sigurbergsson (’76)

Leik Þórs og Grindavíkur lauk rétt í þessu og hafði útiliðið sigur úr bítum.

Tomislav Misura kom Grindavík yfir á 28. mínútu en hann skoraði sitt annað mark og þriðja mark Grindavíkur á 41. mínútu.

Þórsarar rönkuðu við sér og skoruðu tvö mörk á 44. mínútu og þeirri 76. en það var ekki nóg og vann Grindavík góðan 2-3 útisigur.

Grindavík minnkar með þessum sigri munin á liðunum niður í tvö stig en Þór situr í fimmta sæti deildarinnar en Grindavík í því sjötta.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner