fös 03. júlí 2015 13:17
Magnús Már Einarsson
Aston Villa og Man Utd mætast á föstudagskvöldi
Manchester United heimsækir Aston Villa.
Manchester United heimsækir Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Aston Villa og Manchester United mætast á föstudagskvöldi í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar þann 14. ágúst.

Föstudagsleikir hafa ekki verið í ensku úrvalsdeildinni hingað til en þeir munu koma inn í auknum mæli með nýjum sjónvarpssamningi sem tekur gildi tímabilið 2016/2017.

Fótboltaaðdáendur fá þó forsmekkinn af föstudagsleik í ágúst þar sem að Aston Villa og Manchester United mætast þá á föstudegi.

Ástæðan er sú að leikurinn verður sýndur beint á Sky Sports og því þurfti að breyta leiktímanum.

Manchester United er að spila í Meistaradeildinni þriðjudaginn 18. ágúst og því kom sunnudagsleikur ekki til greina.

Lögregla gat ekki verið með löggæslu á laugardeginum og því varð föstudagur fyrir valinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner