Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 03. júlí 2015 10:00
Magnús Már Einarsson
Coleman og Schneiderlin orðaðir við Man Utd
Powerade
Seamus Coleman.
Seamus Coleman.
Mynd: Getty Images
Hiddink er orðaður við Leicester.
Hiddink er orðaður við Leicester.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þá er komið að slúðrinu úr enska boltanum á þessum fína föstudegi.



Manchester United ætlar ekki að lækka 35 milljóna punda verðmiða sinn á David De Gea. (Daily Mirror)

Stoke vill fá Victor Moses, Patrick Bamford og Ruben Loftus-Cheek á láni frá Chelsea plús átta milljónir punda fyrir Asmir Begovic. (Sun)

Manchester United ætlar að bjóða Everton að fá Jonny Evans sem hluta af kaupverðinu fyrir Seamus Coleman. (Daily Star)

Tottenham vill fá James McCarthy miðjumann Everton en Aaron Lennon eða Younes Kaboul gæti farið í hina áttina í staðinn. (Daily Mail)

Manchester United hefur lagt fram 20 milljóna punda tilboð í Morgan Schneiderlin miðjumann Southampton. (Manchester Evening News)

Steve McClaren, stjóri Newcastle, hefur blásið á sögusagnir þess efnis að Mario Balotelli sé á leið til félagsins. (Daily Star)

McClaren hefur skrifað tölvupóst til stuðningsmanna Newcastle og sagt þeim að vera þolinmóðir en félagið hefur ekki ennþá keypt nýjan leikmann í sumar. (Daily Mail)

Real Sociedad er að undirbúa tilboð í Joel Campbell framherja Arsenal. (Times)

Monaco og Sevilla vilja fá Steven Nzonzi miðjumann Stoke. (Daily Mirror)

Leicester vill fá Guus Hiddink sem knattspyrnustjóra en hann hætti með hollenska landsliðið í vikunni. (Leicester Mercury)

Pep Guardiola, þjálfari FC Bayern, segir að félagið hafi ekki áhuga á Angel Di Maria leikmanni Manchester United. (Talksport)

Aston Villa, Everton og Southampton eru að berjast um Dennis Praet miðjumann Anderlecht en hann kostar tíu milljónir punda. (Guardian)

Glen Johnson hefur hafnað tilboði frá Besiktas í Tyrklandi. Johnson er án félags eftir að samningur hans hjá Liverpool rann út. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner