banner
   fös 03. júlí 2015 10:38
Magnús Már Einarsson
Eggert Gunnþór aftur til Englands?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert Gunnþór Jónsson verður ekki áfram í herbúðum Vestsjælland í Danmörku en þetta staðfesti Magnús Agnar Magnússon umboðsmaður hjá Total Football í samtali við Fótbolta.net í dag.

Samningur Eggerts er runninn út og hann getur því farið frítt frá Vestsjælland. Eggert gæti verið á leið aftur til Englands en félög þar hafa áhuga á honum.

Eggert var á mála hjá Wolves 2012 og 2013 en hann lék einnig með Charlton á láni um tíma.

Hinn 26 ára gamli Eggert gekk til liðs við Vestsjælland í byrjun árs eftir að hafa leikið með Belenenses í Portúgal tímabilið 2013/2014.

Eggert var áður á mála hjá Hearts í Skotlandi frá 2005 til 2012 og hann þekkir því vel til á Bretlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner