Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 03. júlí 2015 20:47
Valur Páll Eiríksson
Samsung-vellinum
Jóhann Kristinn: 3-0 í hálfleik er galið
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA.
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við gefum þarna forgjöf í fyrri hálfleiknum og ég er mjög ósáttur við öll þrjú mörkin." sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA eftir 3-2 tap gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld.

Stjarnan komst 3-0 yfir í fyrri hálfleik og fyrsta markið skoraði Harpa Þorsteinsdóttir í upphafi leiks.

„Við fórum ekki með flókið upplegg inn í leikinn en að leyfa Hörpu að snúa í átt að okkar eigin í kringum teiginn er bannað. Hún gerir það á 3. mínútu eða hvað það var og smellir honum bara í skeytin, það er þess vegna sem það er bannað."

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  2 Þór/KA

Síðari tvö mörk Stjörnunnar skoraði Lára Kristín Pedersen, bæði eftir hornspyrnu.

„Svo er ég mjög ósáttur við að fá tvö mörk eftir horn, það er eitthvað sem ég hélt við værum búnir að stoppa upp í, þess vegna var ég mjög ósáttur við það og 3-0 í hálfleik er ekki upplífgandi." sagði Jóhann.

Þór/KA var síður en svo lakari aðilinn í fyrri hálfleiknum, heilt yfir, þrátt fyrir stöðuna en þrjú mistök leiddu til þriggja marka.

„Fyrir þá sem voru að horfa á leikinn með einhverjum áhuga þá var þetta ekki 3-0 hálfleikur og mér fannst bæði lið vera að þreifa fyrir sér. Þær eru með sitt upplegg og það gengur stundum mjög vel en stundum hikstar og þá eigum við að geta gengið á lagið. Við erum að komast í sénsa, sénsa sem við eigum að klára gegn Stjörnunni á þeirra heimavelli og 3-0 í hálfleik er náttúrulega galið."

Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan.
Athugasemdir
banner
banner