Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 03. júlí 2015 15:33
Eyþór Ernir Oddsson
Liverpool fær leikmann úr akademíu Barcelona (Staðfest)
Adekanye í leik með hollenska u-16 ára landsliðsins gegn Þýskalandi
Adekanye í leik með hollenska u-16 ára landsliðsins gegn Þýskalandi
Mynd: Getty Images
Bobby Adekanye er leikmaður sem kemur frá akademíu Barcelona en hann staðfesti í dag á Instagram að hann hafi skrifað undir hjá Liverpool.

„Ég er mjög ánægður með að hafa skrifað undir hjá Liverpool," sagði Adekanye undir mynd sinni á Instagram en hann er 16 ára og kemur á frjálsri sölu eftir deilumál um hann milli Barcelona og alþjóða knattspyrnusambandsins FIFA.

Adekanye er fæddur í Nígeríu en hefur verið að spila með hollenska u-16 landsliðinu. Hann var sendur á láni til PSV í Hollandi á seinustu leiktíð þar sem hann þótti standa sig vel og PSV vildu fá hann endanlega í sínar raðir.

Adekanye er leikmaður sem líkt hefur verið við Hollendinginn Arjen Robben hjá Bayern Munchen.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner