Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 03. júlí 2015 14:30
Eyþór Ernir Oddsson
Odemwingie framlengir við Stoke
Mynd: Getty Images
Peter Odemwingie, leikmaður Stoke City hefur skrifað undir nýjan samning við félagið, sem heldur honum hjá Stoke í eitt ár til viðbótar.

Odemwingie var átta mánuði frá vegna hnémeiðsla og kom til baka í Stoke treyjuna og vill endurgefa félaginu fyrir þá tryggð sem honum var sýnt.

„Ég er mjög ánægður að klúbburinn sýndi mér ótrúlegan stuðning eftir mjög erfiða tíma. Ég er ánægður að Stoke treysti mér til að hjálpa til við að bæta og ýta liðinu í betri hluti og ég er í skýjunum með að taka þátt í því," sagði Odemwingie.

„Ég hef virkilega þurft að hafa fyrir hlutunum svo að þessi samningur er verðlaun fyrir þá vinnu sem ég lagði inn en einnig fyrir læknateymið sem gerðu frábæra hluti í að styðja mig. Ég vill virkilega endurgefa til klúbbsins fyrir að halda tryggð við mig og er þakklátur fyrir stuðningin sem allir tengdir klúbbnum hafa gefið mér"

„Ég vildi ekki fara undir þessum kringumstæðum, ég byrjaði vel hér og vill eiga gott tímabil á næsta ári, sem ég hef alla trú á að ég geri. Mark Hughes hefur mikinn metnað og vonandi getum við gert betur í einni af bikarkeppnunum á meðan við höldum okkur í efri hlutanum í deildinni"

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner