Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 03. júlí 2015 13:30
Eyþór Ernir Oddsson
Podolski á förum frá Arsenal
Mynd: Getty Images
Þýski framherjinn Lukas Podolski hjá Arsenal er á förum frá félaginu, en heimildir SkySports hafa eftir umboðsmanni Podolski að sá þýski hafi verið gefið leyfi til að ræða við önnur félög.

Podolski er þrítugur og kom til Arsenal fyrir þremur árum síðan en hefur átt í basli með að finna sér sæti í byrjunarliðinu og var lánaður til Inter Milan á seinni hluta síðustu leiktíðar, þar sem hann fann sig ekki.

Heimildir Sky fréttastofunnar herma að Podolski sé farinn að tala við Galatasaray.

„Við áttum góðar samræður við Wenger. Hann vildi halda Lukas en gat ekki gefið honum neitt loforð um byrjunarliðssæti. Þess vegna samþykktum við að hann myndi fara," sagði Nassim Touihri, umboðsmaður Podolski við þýska fréttablaðið Bild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner