Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 03. júlí 2015 20:23
Elvar Geir Magnússon
Selfoss og Stjarnan í undanúrslit
Guðmunda Brynja skoraði fyrir Selfoss.
Guðmunda Brynja skoraði fyrir Selfoss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss gerði góða ferð til Vestmannaeyja í Borgunarbikar kvenna en liðið náði að leggja heimastúlkur í vítaspyrnukeppni og er því komið í undanúrslit.

Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma en ÍBV komst yfir í framlengingu. Rétt fyrir lok framlengingarinnar náði Selfoss að tryggja sér vítaspyrnukeppni.

Í vítakeppninni komu þrjár spyrnur í röð sem allar fóru yfir markið. Sigríður Lára Garðarsdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir í ÍBV og Magdalena Anna Reimus í Selfossi skutu allar yfir áður en María Rós Arngrímsdóttir skoraði og tryggði Selfossi sigur.

Þá vann Stjarnan sigur á Þór/KA en nánar má lesa um þann leik með því að smella hérna. Dregið verður í undanúrslit á þriðjudag.

ÍBV 1 - 1 Selfoss (Selfss vann í vítaspyrnukeppni)
1-0 Cloe Lacasse ('99)
1-1 Guðmunda Brynja Óladóttir ('119)

Stjarnan 3 - 2 Þór/KA
1-0 Harpa Þorsteinsdóttir ('4)
2-0 Lára Kristín Pedersen ('26)
3-0 Lára Kristín Pedersen ('40)
3-1 Klara Lindberg ('56)
3-2 Kayla June Grimsley ('77, víti)
Athugasemdir
banner
banner