Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 03. júlí 2015 11:24
Magnús Már Einarsson
Tilboði Leicester í Charlie Austin hafnað
Austin fagnar marki með QPR.
Austin fagnar marki með QPR.
Mynd: Getty Images
QPR hefur hafnað tilboði frá Leicester í framherjann Charlie Austin samvkæmt frétt Sky.

Tilboðið ku hafa hljóðað upp á tólf milljónir punda.

Austin skoraði 18 mörk með QPR á síðasta tímabili en það dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli.

Austin kom til QPR frá Burnley árið 2013 en fyrir sex árum var þessi 25 ára gamli leikmaður að spila í ensku utandeildinni.

Síðan þá hefur Austin bætt sig mikið og á dögunum var hann valinn í enska landsliðshópinn í fyrsta skipti.
Athugasemdir
banner
banner
banner