Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 03. júlí 2015 17:30
Eyþór Ernir Oddsson
Heimild: BBC 
Tom Ince til Derby (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Derby County hafa styrkt sig fyrir komandi átök í Championship deildinni en þeir hafa eytt metfé félagsins í Tom Ince, vængmann Hull City.

Kaupverðið er talið vera 4,75 milljónir punda en hann var á láni hjá félaginu á síðari hluta tímabilsins og skoraði 11 mörk í 18 leikjum fyrir félagið.

Derby hafa þegar keypt fimm leikmenn og Ince er því sjötti leikmaðurinn sem Derby fær. Þeir höfðu áður fengið Darren Bent, Alex Pearce, Scott Carson, Chris Baird og Andreas Weimann.

„Hann er með frábæra hæfileika og ég er mjög ángður. Ég veit af því hversu mikil áhrif hann hafði á liðið meðan hann var hér á láni með því að tala við fólkið í klúbbnum og einnig með því að horfa á nokkra leiki sjálfur."

„Mér finnst við vera í góðri stöðu með hvernig liðið lítur út núna,"
segir Paul Clement stjóri Derby.
Athugasemdir
banner
banner