Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 03. júlí 2015 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: FI 
Watford festir kaup á bakverði Roma (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Gríski bakvörðurinn Jose Holebas er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Watford.

Watford greiddi 2.5 milljónir evra fyrir leikmanninn og gæti þurft að borga 500 þúsund evrur í viðbót, en það er árangurstengt. Í pundum getur heildarverðið orðið 2.1 milljón.

„AS Roma er búið að semja við Watford um félagsskipti Jose Holebas," stendur í yfirlýsingu frá Roma.

Holebas er 31 árs gamall og lék 24 deildarleiki fyrir Roman á tímabilinu. Holebas er vinstri bakvörður að upplagi og getur spilað á vinstri kanti. Hann á 27 landsleiki að baki fyrir Grikkland.
Athugasemdir
banner
banner
banner