Man Utd orðað við tvo leikmenn Sporting - Hvað verður um Neymar? - Fyrrum lærisveinn Slot orðaður við Liverpool - Nær Arsenal í Vlahovic?
   sun 03. júlí 2016 22:01
Magnús Már Einarsson
Stade de France
Lars vill að KSÍ noti peninginn í að búa til fleiri góða leikmenn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari, telur að framtíðin sé björt í íslenskum fótbolta.

Lars er að hætta eftir fjögur og hálft ár sem landsliðsþjálfari en leikurinn gegn Frökkum í kvöld var hans síðasti í starfi.

„Ef þú horfir á undankeppni HM, þá er Ísland í erfiðum riðli en ef þú horfir á aldurinn í hópnum þá lítur framtíðin vel út," sagði Lars á fréttamannafundi í kvöld.

„Sumir af ungu strákunum spiluðu lítið sem ekkert en þeir geta spila í mörg ár til viðbótar."

KSÍ hefur hagnast gífurlega á þátttökunni á EM og greiðslurnar hjá UEFA eru í kringum tvo milljarða. Lars vill að KSÍ noti peninginn í að hjálpa til búa til fleiri góða leikmenn.

„Ef KSÍ og félögin geta nýtt innkomuna á mótinu í að búa til eitthvað fótboltatengt verkefni, til dæmis til að búa til fleiri góða leikmenn, þá væri það frábært," sagði Lars.
Athugasemdir
banner
banner
banner