Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
   mán 03. júlí 2017 22:52
Magnús Þór Jónsson
Milos: Ef þú getur reddað þessum tveim leikmönnum yrði ég ánægður
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Milos þjálfari Blika mátti horfa upp á tap sinna manna gegn FH í kvöld á Kópavogsvelli...og var auðvitað ekki sáttur.

"Varnarleikurinn okkar varð til þess að við fengum ekki stig í kvöld, gegn FH verður að halda núlli og hættulegasti leikmaður þeirra má ekki fá tvo frískalla!"

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 FH

Hann hefur breytt töluvert um taktík í leikjum liðsins, lá frekar aftarlega í dag og henti í þriggja manna vörn í lok leiks, er hann ennþá að leita að rétta leikkerfinu fyrir liðið?

"Já og nei.  Við ætluðum að hápressa þá en við bara náðum því ekki og þá leit út eins og við værum að bakka.  En það má vel vera að ég sé ekki búinn að finna rétta taktík en það voru samt tvö einstaklingsmistök sem kostuðu okkur leikinn í kvöld."

Töluvert hefur verið rætt um leikmannaskipti hjá Blikum, hvað er að frétta af Elfari Frey Helgasyni?

"Það sem ég veit er að hann er að æfa með okkur og er okkar leikmaður, pappírarnir geta ekki orðið klárir fyrr en 15.júlí og ef hann fær ekki annað tilboð er hann okkar leikmaður."

Kjaftasögur eru komnar á kreik um tvo leikmenn sem Milos hefði áhuga á að fá og eru nefndir í viðtalinu...er það rétt?

"Það er alls konar orðrómur í gangi.  Ég væri alveg til í að fá þessa tvo leikmenn sem þú nefnir og ef þú getur reddað því yrði ég ánægður!"

Nánar er rætt við Milos í viðtalinu sem fylgir fréttinni.
Athugasemdir