Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   lau 03. ágúst 2013 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Gerrard hafnaði Bayern Munchen fyrir ári síðan
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, kveðst hafa hafnað þýska stórveldinu Bayern Munchen á síðasta ári, en hann vonast til þess að geta sannfært Luis Suarez, framherja liðsins um að vera áfram hjá félaginu.

Gerrard, sem er 33 ára gamall, hefur oftar en einu sinni fengið tilboð erlendis frá meðan hann spilaði með Liverpool, en eftirminnilegt er árið 2005 er Chelsea reyndi að fá Gerrard og var ansi nálægt því.

Miðjumaðurinn knái ákvað þó að vera áfram hjá uppeldisfélaginu og hefur hann ekki litið til baka síðan, en honum bauðst þó að fara til Bayern Munchen á síðasta ári. Hann stóðst þá freistingu og vonast til þess að Luis Suarez, framherji Liverpool, geti dregið lærdóm af því.

Suarez er gríðarlega eftirsóttur þessa stundina, en Arsenal, Barcelona og Real Madrid vilja öll fá hann í sínar raðir. Úrúgvæski framherjinn virðist afar óþolinmóður og gæti vel farið svo að hann fari fram á sölu, en Gerrard vonar þó að Suarez verði áfram.

,,Ég átti möguleika á því að fara í Meistaradeildarklúbb á síðasta ári. Það var engin freisting. Ég hef farið í gegnum þetta áður og þetta eru skilaboðin til Luis. Ég vona að hann gefi félaginu annað ár og sýni hvers hann er megnugur," sagði Gerrard.

,,Kannski kemur sá tími að hann þurfi að fara á næsta ári eða árið eftir það, en ég held að í sumar sé ekki rétti tíminn fyrir hann til að fara. Liverpool er klúbbur með hefð og það er enn metið til mikils, sem er ástæða þess að ég ákvað að vera áfram."

,,Það er miklu mikilvægara að vinna nokkra bikara og afreka eitthvað sem tekur erfiðisvinnu heldur en að fara í félag þar sem þetta verður allt miklu auðveldara. Ef við missum hann, þá tökum við skref aftur á bak og náum ekki efstu fjórum sætunum, en ef við höldum honum og bætum svo við leikmönnum þá eru möguleikarnir góðir,"
sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner