Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 03. ágúst 2015 22:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Ramsey: Pressan á að vinna titla er ekkert nýtt
Aron Ramsey.
Aron Ramsey.
Mynd: Getty Images
Aaron Ramsey, miðjumaður Arsenal segir að pressa á að vinna titla sé ekkert nýtt hjá félaginu og segir að liðið geti gert stóra hluti á leiktíðinni.

Arsenal vann Chelsea í Samfélagsskyldinum í gær og er Ramsey öruggur um að tímabilið geti orðið gott hjá þeim rauðklæddu.

„Það er alltaf pressa á Arsenal á að vinna leiki og titla. Það er ekkert nýtt fyrir okkur leikmennina," sagði Ramsey.

„Við vitum hvað við getum gert. Við erum með frábært lið og frábæran hóp. Við erum mjög spennt að sjá hvernig tímabilið verður hjá okkur og við erum vissir um að við getum gert eitthvað í ár."
Athugasemdir
banner
banner
banner