Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 03. ágúst 2015 12:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Terry segir tapið gegn Arsenal ekki hafa áhrif á deildina
John Terry tekur við silfrinu í gær.
John Terry tekur við silfrinu í gær.
Mynd: Getty Images
John Terry, leikmaður Chelsea viðurkennir að það hafi verið sárt að tapa gegn Arsenal í Samfélagsskyldinum en segir það ekki hafa nein áhrif á deildarkeppnina sem hefst eftir tæpa viku.

Mark Alex Oxlade-Chamberlain dugði Arsenal til 1-0 sigurs á Wembley og var þetta í fyrsta skipti sem Arsene Wenger tekst að vinna Jose Mourinho í 14 tilraunum.

„Þetta ætti ekki að hafa áhrif á deildarkeppnina. Þeir segja kannski annað. en ég held þú getur ekki sagt að þetta hafi áhrif á deildina."

„Það er alltaf hræðilegt að tapa en nú ætlum við að gleyma þessum leik, þetta er bikar sem er farinn. Þessi bikar skiptir máli því þú hefur unnið þér inn að spila um hann, það skiptir ekki máli hvort þetta sé vináttuleikir eða Samfélagsskjöldurinn, þetta er titill," sagði Terry.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner