Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 03. ágúst 2015 13:35
Elvar Geir Magnússon
Wenger segir að Benzema komi ekki
Powerade
Benzema í leik með franska landsliðinu.
Benzema í leik með franska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
John Stones, varnarmaður Everton.
John Stones, varnarmaður Everton.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er seinna á ferðinni þennan daginn en venjan er. Það er líka mánudagur eftir verslunarmannahelgi og þá erum við ekkert að stressa okkur of mikið. BBC tók saman.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur hafnað þeim fréttum að Karim Benzema, 27 ára gamall sóknarmaður Real Madrid, sé á leið til félagsins. (Evening Standard)

Spænskir fjölmiðlar fullyrða hinsvegar að Wenger hafi lagt til hliðar 45,6 milljónir punda til að fá franska landsliðsmanninn til London. (AS)

Arsenal vann samkeppni við Manchester United um 15 ára markvörð Benfica, Joao Virginia. Hann er talinn einn efnilegasti markvörður heims. (Metro)

Dieter Hecking, stjóri Wolfsburg, telur að miðjumaðurinn Kevin de Bruyne (24) muni hafna boðum Manchester City. (Manchester Evening News)

Belgíski landsliðsmaðurinn hefur hinsvegar sagt að tækifærið til að fara á Etihad gæti verið of gott til að segja nei. (The Sun)

Manchester City þarf að berjast um að halda hinum efnilega portúgalska miðjumanni Marcos Lopez (19). Marseille, Monaco og Lyon vilja fá hann. (Daily Mail)

Dick Advocaat, stjóri Sunderland, vonast til að tryggja sér Yann M'Vila (25), miðjumann Rubin Kazan, og fá Leroy Fer lánaðan í eitt tímabil frá QPR. (Guardian)

Manchester United hefur boðið vængmanninum Ashley Young (30) nýjan þriggja ára samning. Englendingurinn á eitt ár eftir af núgildandi samningi. (Daily Star)

Brasilíski bakvörðurinn Rafael verður orðinn leikmaður Lyon á næstu klukkustundum. (Times)

Tottenham er tilbúið að taka á sig 15 milljón punda tap á sóknarmanninum Roberto Soldado (30) eftir að hafa hafið viðræður við Villarreal um sölu fyrir 11 milljónir punda. (Daily Mirror)

Liverpool ætlar að gera 14,9 milljón punda tilboð í vængmanninn Denis Cheryshev (24) hjá Real Madrid. (Daily Telegraph)

Jordy Clasie (24), nýr miðjumaður Southampton, hefur opinberað að móðir hans hafi yfirgefið sig og bróður sinn þegar hann var aðeins tíu ára gamall. (The Sun)

Roberto Martinez, stjóri Everton, er viss um að halda í varnarmanninn John Stones (21) sem er á óskalista Englandsmeistara Chelsea. (Liverpool Echo)

Yohan Benalouane (28), varnarmaður Atalanta, hefur staðfest að hann hafi samþykkt að ganga í raðir Leicester. (Bergamo Post)

David Gold, eigandi West Ham, segir að félagið vonist til að bæta tveimur leikmönnum við sig áður en glugganum verður lokað. Annar er miðjumaðurinn Alex Song (27) og svo er leitað að sóknarmanni til að fylla skarð Enner Valencia (25) sem er meiddur. (Evening Standard)

West Ham vill fá sóknarmanninn Raul Jimenez frá Atletico Madrid en bíður eftir að fá fréttir af því hvort þessi 24 ára Mexíkói fái atvinnuleyfi. (Telegraph)

Garry Monk, stjóri Swansea, segir að félagið sé enn að reyna að ná samkomulagi um að Michu yfirgefi félagið. (South Wales Evening Post)

Newcastle vill halda varnarmanninum Fabricio Coloccini (33) sem er á óskalista Alan Pardew, stjóra Crystal Palace. (Shields Gazette)

Ciaran Clark (25), varnarmaður Aston Villa, mun fá tilboð um nýjan samning til að fæla frá áhuga West Brom. (Birmingham Mail)

Lee Tomlin, framherji Middlesbrough, æfir einn en hann er að reyna að koma sér að í ensku úrvalsdeildinni. Bournemouth og Norwich hafa áhuga á þessum 26 ára leikmanni. (Mirror)

Ryan Shawcross (27), fyrirliði Stoke, mun hitta sérfræðing til að komast að því hvort hann þurfi að fara í aðgerð á baki. (Stoke Sentinel)

Fulham sem er í Championship mun fá Dwight Gayle (24) lánaðan frá Crystal Palace í þessari viku. (Daily Mirror)

Middlesbrough undirbýr endurbætt tilboð í Jordan Rhodes (25) sóknarmann Blackburn. 12 milljón punda tilboði í hann var hafnað. (Daily Mail)

Frank Lampard (37) segist ekki vera í sínu besta formi og því geti hann ekki enn sýnt sínar bestu hliðar fyrir New York City. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner