Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   fim 03. ágúst 2017 14:03
Magnús Már Einarsson
Þjálfari Grindavíkur: Skammarleg vinnubrögð
Róbert Jóhann Haraldsson.
Róbert Jóhann Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grindavík fær Stjörnuna í heimsókn í kvöld.
Grindavík fær Stjörnuna í heimsókn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Róbert Jóhann Haraldsson, þjálfari Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna, er brjálaður yfir því að leikur liðsins gegn Stjörnunni hafi verið færður og settur á í kvöld.

Liðin áttu að mætast 19. ágúst í 14. umferð Pepsi-deildarinnar. Leikurinn var færður þar til í kvöld vegna þátttöku Stjörnunnar í Meistaradeildinni. Róbert er ósáttur við það hversu seint breytingin var gerð. Hlé hefur verið í Pepsi-deild kvenna í mánuð vegna EM í Hollandi.

Pistill Róberts
Skammarleg vinnubrögð!!!
Ég er knúinn að setja saman smá pistil um vinnubrögð þeirra sem stjórna knattspyrnumálum í landinu, vegna leiks Grindavík og Stjörnunnar 03.08. í Pepsi-deild kvenna. EM í knattspyrnu kvenna hafði þau áhrif að 6 vikna frí hefur verið í Pepsi-deild kvenna. Tólfta umferð á að hefjast 10.ágúst.

Stjarnan óskaði eftir því að leik Grindavíkur og Stjörnunnar 19. ágúst yrði færður fram til 03. ágúst vegna þátttöku þeirra í Evrópukeppninni. Eftir nokkra vangaveltur þá sáum við okkur ekki fært að samþykkja að spila 03. ágúst og rökin fyrir því voru kýr skýr (sjá hér að neðan). Rökin voru send á mótnefnd sem og í símtali við mótastjóra. Við vorum að sjálfsögðu tilbúin að verða að ósk Stjörnunnar og færa leikinn á einhverja aðra hentugri dagsetningu, en ekki fram fyrir tólftu umferð.

Mótanefnd tekur málið fyrir eins og vera ber og ákveður leikdaginn 03. ágúst (á sama tíma og undanúrslitaleikir á EM kvenna), þrátt fyrir rökin frá okkur, en höfðingslega bjóða okkur þann möguleika að spila um Verslunarmanna helgina, eins og það sé mikill áhugi fyrir því. Þessar upplýsingar fæ ég í hendurnar, í miðju fimm daga fríi, föstudaginn 28. júlí (sex dögum fyrir settan leikdag). Sem sagt, eitt lið biður um breytingu, hitt liðið samþykkir ekki, mótanefnd ákveður að setja leikinn á dagsetninguna sem óskað var eftir!

Fyrir mér eru þetta ótrúleg vinnubrögð og ekki í anda þess að sambandið á að setja hag félaganna í fyrirrúmi. Hér er einfaldlega verið að styðja eitt félag á kostnað annars. Á mínu heimili kallast þetta mismunun. Eru félög með mismunandi vægi innan hreyfingarinnar? Hvernig er hægt að réttláta svona framkomu? Hver eru rökin fyrir því að hunsa óskir aðildarfélags sambandsins.
Ég einfaldlega varð að koma þessu á framfæri í þeirri von að önnur félög láti ekki vaða yfir sig á skítugum skónum og láti í sér heyra ef vinnubrögð yfirvalda eru ekki sanngjörn. Þessi vinnubrögð eru skammarleg í mínum huga og sýnir á svart og hvítu að það er ekki sama hverjir eiga í hlut. Ég í fávisku minni hélt að svona vinnubrögð væri liðin tíð og hvað þá í efstu deild knattspyrnunnar. Við verðum því miður að sætta okkur við þessa ákvörðun og mæta til leiks á tilsettum tíma.
Með fótboltakveðju,
Róbert Haraldsson, þjálfari m.fl.kvenna Grindavík.

Rökin
* Allur undirbúningur s.l. 6 vikur miðast við að fyrsti leikur eftir hlé væri 10.ágúst.
* Leikmenn búnir að vera í mjög þungu prógrammi.
* Síðustu tíu dagar fyrir fyrsta leik áttu að vera mjög léttar, tveir æfingaleikir til að slípa endanlega saman nýtt leikkerfi.
* Það þyrfti að aflýsa tveim æfingaleikjum.
* Leikmenn máttu taka sér frí á tímabilinu 20.-30. júlí - margar nýttu sér það.
* Þrír leikmenn í smávægilegum meiðslum, 100% klárar 10.08.
* Lykilleikmaður sem hefur verið meidd frá því í þriðju umferð stefnir á endurkomu 10.08.
* Allur hópurinn hefur ekki æft saman eina einustu æfingu.
* Þrír leikmenn erlendis um Verslunarmannahelgina og missa af leiknum.
* Leikmaður frá Portúgal (var á EM) þurfti að flýta för sinni til landsins, kemur nóttina fyrir leikinn 03.08.
* Þrír leikmenn voru að koma úr fríi í 31.07. og 01.08.
* Þjálfari í fríi 25.08. - 30.08.
* Aðstoðarþjálfari erlendis, missir af leiknum.
* Vallarstarfsmenn og stjórnarfólk þurfa að breyta sínu fríi vegna leiksins.
Athugasemdir
banner
banner
banner