Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 03. september 2015 11:00
Magnús Már Einarsson
Amsterdam
Ari Freyr: Erum líka með stór nöfn í okkar liði
Icelandair
Ari á æfingu Íslands í gærmorgun.
Ari á æfingu Íslands í gærmorgun.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Þetta verður skemmtilegur leikur, mikið af fólki og mikið í húfi fyrir bæði lið, það er gaman að spila svona leiki," sagði Ari Freyr Skúlason bakvörður Íslands við Fótbolta.net í gær en Ísland mætir Hollandi í Amsterdam í kvöld.

„Mig langar að ná í þrjú stig eins og við höfum verið duglegir að taka í þessari undankeppni en eitt stig er frábært á svona útivelli. Við viljum samt þrjú stig og fara alla leið."

„Ef við eigum okkar besta leik þá eigum við alveg að geta unnið þá eins og við sýndum síðast heima. Það var allt með okkur, veðrið og boltarnir, þeir kvörtuðu yfir öllu. Við fengum snemma mark, það er mjög mikilvægt á móti svona liði, sérstaklega núna þegar þeir eru undir svona mikilli pressu."


Ari var minntur á að mörg stór nöfn eru í hollenska liðinu og svaraði strax: „Við erum líka með stór nöfn í okkar liði. Þeir eru með góða einstaklinga en ég tel okkur vera með betri liðsheild."

Það eru fjórir leikir eftir hjá Íslandi í undankeppninni og Ísland en á toppi riðilsins.

„Ég er ekki búinn að reikna út en ég er bara búinn að dreyma. Mig byrjaði að dreyma fyrir þessa keppni og sá draumur verður bara stærri og stærri. Það er lítið eftir en við erum bara að einbeita okkur að næsta leik og ætlum að taka eitt skref í einu."

Um 3000 stuðningsmenn Íslands verða á leiknum í Hollandi.

„Þetta er alveg ótrúlegt," sagði Ari. „Stuðningurinn heima og á útileikjum hefur verið geggjaður og ef ég þekki þá rétt þá verður massa stemmning hjá þeim allan leikinn hvernig sem fer. Þetta verður bara geggjað."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner