Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 03. september 2015 21:13
Alexander Freyr Tamimi
Fyrsta tap Hollands heima í sögu undankeppni EM
Icelandair
Ísland vann sögulegan sigur gegn Hollandi.
Ísland vann sögulegan sigur gegn Hollandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann hreint út sagt stórkostlegan 1-0 útisigur gegn Hollandi í undankeppni EM 2016 í Amsterdam í kvöld.

Íslenska landsliðið tryggði sér þennan sögufræga sigur með marki frá Gylfa Sigurðssyni úr vítaspyrnu sem Birkir Bjarnason fiskaði. Íslenska liðið átti í raun hættulegustu færi leiksins þó Hollendingar hafi verið meira með boltann og átt þó nokkur langskot.

Með sigrinum á Amsterdam ArenA í kvöld sló Ísland áhugavert met. Ísland varð fyrsta landsliðið til að vinna Holland í báðum leikjum liðanna í riðlakeppni undankeppni stórmóts. Eins og flestir muna fór fyrri leikurinn á Laugardalsvelli 2-0 fyrir Íslandi.

Þetta var jafnframt í fyrsta skiptið í sögunni sem Holland tapar í undankeppni EM á heimavelli. Hreint út sagt magnað.

Þá hafði Holland ekki tapað á heimavelli í undankeppni stórmóts síðan gegn Portúgal á árinu 2000, fyrir 15 árum síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner