Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 03. september 2015 06:30
Arnar Geir Halldórsson
Mata hefur ekki áhyggjur af De Gea
Vinir
Vinir
Mynd: Getty Images
Juan Mata hefur ekki áhyggjur af David De Gea, liðsfélaga sínum hjá Man Utd og spænska landsliðinu.

Spænska landsliðið undirbýr sig nú fyrir leiki gegn Slóvakíu og Makedóníu í undankeppni EM en síðustu dagar hafa verið spennuþrungnir hjá De Gea. Mata segir að það muni ekki hafa áhrif á frammistöðu hans.

„Hann er mjög mikill fagmaður. Hann er eins og hann er alltaf, yfirvegaður og rólegur".

„Síðustu dagar hafa verið hálfklikkaðir fyrir hann en hann er vinur minn og ég er til staðar fyrir hann. Hann er mjög einbeittur á leikina tvo sem framundan eru með landsliðinu".

„Að vera hér mun gera honum gott og hann mun sýna sömu fagmennsku og hann hefur alltaf gert á sínum ferli".

„Persónuleiki hans mun hjálpa honum. Honum tekst oftast að spila enn betur þegar það er mikil pressa á honum".


De Gea er í 25 manna leikmannahópi Man Utd í Meistaradeild Evrópu og lítur allt út fyrir að hann muni standa á milli stanganna á Old Trafford í vetur.

„Það vita allir hversu frábær markmaður hann er og hann myndi styrkja öll lið heims. Stuðningsmennirnir munu fylkja sér á bakvið hann og það mun liðið líka gera", sagði Mata að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner