Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 03. september 2015 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Ísland einum fleiri gegn Hollandi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Staðan er enn markalaus í leik íslenska landsliðsins gegn Hollandi í Amsterdam.

Leikurinn er búinn að vera fjörugur þar sem íslenska liðið hefur spilað mjög jákvæðan fótbolta og átt besta færi leiksins.

Hollendingar voru byrjaðir að stjórna leiknum þegar tók að líða á fyrri hálfleik en Arjen Robben þurfti að fara af velli meiddur og skömmu síðar fékk Bruno Martins Indi, varnarmaður Hollendinga, að líta rauða spjaldið.

Kolbeinn Sigþórsson braut á Martins Indi og duttu leikmennirnir saman á jörðina við litla hrifningu Martins Indi sem sló til Kolbeins.

Kolbeinn fékk handlegg Indi frekar harkalega í andlitið, beint fyrir framan aðstoðardómarann. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.

Holland notaði aðra skiptingu sína í leiknum til að setja varnarmanninn Jeffrey Bruma inn á völlinn fyrir Klaas-Jan Huntelaar, og eru Hollendingar því framherjalausir þegar aðeins þrjár mínútur eru eftir af hálfleiknum.


Athugasemdir
banner
banner
banner