fim 03. september 2015 20:44
Magnús Már Einarsson
Stig á sunnudag tryggir farseðilinn á EM
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar sigurmarki sínu í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar sigurmarki sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Eftir leiki kvöldsins í undankeppni EM er Ísland komið með annan fótinn í lokakeppnina í Frakklandi næsta sumar.

Ísland vann magnaðan 1-0 útisigur á Hollandi og eitt stig í viðbót dugir núna til að gulltryggja sætið í Frakklandi þegar þrjár umferðir eru eftir.

Hollendingar geta mest farið upp í 19 stig. Ísland er með betri árangur í innbyrðis viðureignum við Hollendinga og það gildir á undan markatölu. Jafntefli eða sigur gegn Kasakstan á sunnudag tryggir sæti á EM!

Ísland getur því ritað nýjan kafla í sögubækurnar á sunnudag þegar Kasakstan kemur í heimsókn á Laugardalsvöll klukkan 18:45.

Staðan í riðlinum:
1. Ísland 18 stig og 12+
2. Tékkland 16 stig og 5+
3. Holland 10 stig og 6+
4. Tyrkland 9 stig og -1
5. Lettland 4 stig og -11
6. Kasakstan 1 stig og -11

Leikirnir sem eru eftir
Sunnudaginn 6. september: Ísland - Kasakstan
Laugardaginn 10. október: Ísland - Lettland
Þriðjudaginn 13. október: Tyrkland - Ísland
Athugasemdir
banner
banner