Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 03. september 2015 21:29
Alexander Freyr Tamimi
Sneijder: Þetta er pirrandi
Icelandair
Sneijder og félagar töpuðu gegn Íslandi. Hér þakkar hann áhorfendum eftir leik í kvöld.
Sneijder og félagar töpuðu gegn Íslandi. Hér þakkar hann áhorfendum eftir leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Wesley Sneijder, miðjumaður Hollands, var skiljanlega afar svekktur eftir 1-0 tap liðsins gegn Íslandi í undankeppni EM 2016 í kvöld.

Hollendingar þurftu að sætta sig við annað tap gegn Íslandi þökk sé vítaspyrnumarki frá Gylfa Þór Sigurðssyni og Evrópudraumur þeirra er að breytast í martröð.

„Mér fannst ekkert vera að þessu þar til við fengum rauða spjaldið," sagði Sneijder við NIS.

„Þeir breyttu ekkert leikstíl sínum. Og ef þú gefur svo líka víti... þetta er pirrandi."

Sneijder vildi ekki meina að meiðsli Arjen Robben í fyrri hálfleik hafi breytt miklu.

„Auðvitað missum við aðeins sóknarkraftinn, en fram að rauða spjaldinu höfðum við ekki fundið fyrir fjarveru hans. Í seinni hálfleik vorum við nokkuð vongóðir."

„Nú verðum við bara að vinna síðustu þrjá leikina og sjá hvað gerist. Ef við vinnum ekki síðustu þrjá eigum við ekki heima í Frakklandi."

Athugasemdir
banner
banner