Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 03. september 2015 21:06
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni EM: Norðmenn í toppbaráttu - Bale hetja Wales
Gareth Bale var hetja Wales í kvöld þegar hann gerði sigurmark á 82. mínútu.
Gareth Bale var hetja Wales í kvöld þegar hann gerði sigurmark á 82. mínútu.
Mynd: Getty Images
Níu leikjum er lokið í undankeppni EM í dag þar sem Ísland lagði Holland á útivelli, sem er í fyrsta sinn sem Hollendingar tapa heima í fimmtán ár, eða síðan 2000.

Gareth Bale gerði eina mark Wales í jöfnum leik gegn Kýpverjum í B-riðli og eru Walesverjar á toppnum, þremur stigum fyrir ofan Belga.

Belgía lagði Bosníu Hersegóvínu af velli. Edin Dzeko kom Bosníu yfir en Marouane Fellaini jafnaði skömmu síðar eftir stoðsendingu frá Kevin de Bruyne.

De Bruyne kom Belgum yfir rétt fyrir leikhlé og Eden Hazard gerði út um leikinn með marki úr vítaspyrnu. Ísrael, sem er í þriðja sæti riðilsins, lagði botnlið Andorra örugglega af velli með fjórum mörkum gegn engu.

Ítalir eru þá komnir á toppinn í H-riðli eftir 1-0 sigur á Möltu þar sem Graziano Pelle gerði eina markið. Króatar eru í öðru sæti riðilsins eftir markalaust jafntefli gegn Aserbaídsjan fyrr í dag og eru Norðmenn einnig í toppbaráttunni eftir sigur á Búlgaríu.

Norðmenn eru aðeins tveimur stigum frá toppliði Ítala og einu stigi á eftir Króatíu, en næsti leikur liðsins er einmitt gegn Króötum á heimavelli.

B-riðill:
Belgía 3 - 1 Bosnía Hersegóvína
0-1 Edin Dzeko ('15)
1-1 Marouane Fellaini ('23)
2-1 Kevin de Bruyne ('44)
3-1 Eden Hazard ('78, víti)

Kýpur 0 - 1 Wales
0-1 Gareth Bale ('82)

Ísrael 4 - 0 Andorra
1-0 E. Zehavi ('3)
2-0 N. Bitton ('22)
3-0 T. Hemed ('26, víti)
4-0 M. Dabbur ('38)

H-riðill:
Ítalía 1 - 0 Malta
1-0 Graziano Pelle ('69)

Búlgaría 0 - 1 Noregur
0-1 Vegard Forren ('57)

Aserbaídsjan 0 - 0 Króatía
Athugasemdir
banner
banner
banner