Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
Hólmar Örn: Ég hélt hann væri að dæma aukaspyrnu fyrir okkur
Óskar Hrafn: Þetta var það minnsta sem við áttum skilið
Andri Rúnar: Fullt hús stiga og fulla ferð áfram
Túfa: Af hverju er dæmt víti fyrir brot sem er fyrir utan teig?
Jón Þór: Hundfúl niðurstaða - Fannst þetta vera 50/50 leikur
Jökull sáttur: Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki
Jói Bjarna: Þetta eru engir hafsentar en þeir gerðu ógeðslega vel
Stígur Diljan: Það eru bjartir tímar framundan
Haddi: Nú sleikjum við sárin fyrsta hálftímann á leiðinni heim
Gummi Magg: Ætlaði bara að breyta leiknum
Rúnar Kristins: Gaui Þórðar sagði það alltaf í gamla daga
Sölvi: Við vorum algjörir killers
Dóri Árna: Stórfurðulega dæmdur leikur en við vorum sjálfum okkur verstir
Láki: Er ekki að ætlast til þess að við vinnum þá alla daga vikunnar
Jökull um bróður sinn: Djöfulsins skepna
Maggi: Þurfum að vera grimmari þegar við erum að sækja
Heimir: Leikmenn í mínu liði sem eru ekki klárir í það
„Sýnt hver hann er að hafa komið hingað og þorað að fara í alvöruna"
Lifir eins og atvinnumaður - „Lífið leikur við mig"
Konni eftir tap Tindastóls: Spiluðum frábæran bolta
   sun 03. september 2017 14:00
Magnús Már Einarsson
Mikael valdi Ísland fram yfir Danmörk: Erfið ákvörðun
„Það er frábært að vera á Íslandi aftur. Ég hef hlakkað til að koma aftur til Íslands og þetta er stórt fyrir mig og fjölskyldu mína," sagði Mikael Neville Anderson við Fótbolta.net á æfingu íslenska U21 árs landsliðsins á föstudag.

Mikael verður í eldlínunni með U21 árs landsliðinu gegn Albaníu í undankeppni EM á morgun. Mikael hefur búið í Danmörku frá 11 ára aldri og hann á að baki leiki með U18 og U19 ára landsliðum Dana.

Móðir Mikael er frá Íslandi en faðir hans er frá Jamaíka. Hann hefur nú ákveðið að spila frekar með íslenska U21 árs landsliðinu heldur en því danska. Hvað sögðu Danirnir um þá ákvörðun?

„Þeir voru ekki ánægðir með það. Þeir vissu samt að ég vildi spila fyrir Ísland því ég fjölskyldu frá Íslandi. Þetta var erfitt val en ég valdi Ísland af því að fjölskyldan er héðan."

Mikael er á mála hjá FC Midtjylland en hann spilaði sína fyrstu leiki í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

„Ég var búinn að bíða lengi eftir því. Núna er ég að fara á láni í Vendsyssel í 1. deildinni til að spila meira og fá meiri reynslu. Síðan kem ég til baka í FC Midtjylland og þá þarf ég að spila meira."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner