Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
banner
   fös 03. október 2014 13:41
Magnús Már Einarsson
Íslenski hópurinn - Ein breyting frá leiknum við Tyrkland
Alfreð inn fyrir Hauk Heiðar
Lars og Heimir tilkynntu hópinn í dag.
Lars og Heimir tilkynntu hópinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð kemur inn í hópinn.
Alfreð kemur inn í hópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði og Theodór Elmar eru í hópnum.
Jón Daði og Theodór Elmar eru í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfarar Íslands tilkynntu nú rétt í þessu landsliðshópinn fyrir komandi leiki gegn Lettum og Hollendingum í undankeppni EM.

Ísland mætir Lettum ytra eftir viku og mánudagskvöldið 13. október tekur við leikur gegn Hollendingum á Laugardalsvelli.

Alfreð Finnbogason kemur aftur inn í hópinn eftir að hafa misst af leiknum gegn Tyrkjum í síðasta mánuði vegna meiðsla á öxl. Haukur Heiðar Hauksson, bakvörður KR, dettur út en þetta er eina breytingin á hópnum frá því í 3-0 sigrinum á Tyrkjum í síðasta mánuði.

,,Þetta var klárlega besti leikurinn síðan ég og Heimir tókum við. Sérstaklega fyrri hálfleikurinn," sagði Lars á fréttamannafundinum í dag en minnti síðan á að í undankeppni HM fylgdi tap gegn Kýpur eftir sigur gegn Noregi í fyrsta leik.

Jón Daði Böðvarsson er í hópnum en Lars, Heimir og þjálfarar U21 árs landsliðsins voru sammála um að hann yrði í A-landsliðinu í komandi verkefnum frekar en að spila með U21 árs landsliðinu gegn Dönum.

,,Hans frammistaða í síðasta leik hjá okkur gefur ekki tilefni til annars en að hann eigi að vera í A-landsliðinu. Vonandi heldur hann áfram að spila svoleiðis," sagði Heimir.

Staðan á hópnum er góð fyrir komandi leiki. ,,Það eru smá meiðsli að hrjá Jóa Berg og Ólaf Inga en þeir búast báðir við að vera tilbúnir í þetta verkefni," sagði Heimir.

Markverðir:
Gunnleifur Gunnleifsson - Breiðablik
Hannes Þór Halldórsson - Sandnes Ulf
Ingvar Jónsson - Stjarnan

Varnarmenn:
Birkir Már Sævarsson - Brann
Ragnar Sigurðsson - Krasnodar
Kári Árnason - Rotherham
Sölvi Geir Ottesen Jónsson - Ural
Ari Freyr Skúlason - OB
Theodór Elmar Bjarnason - Randers
Hallgrímur Jónasson - SönderjyskE

Miðjumenn:
Aron Einar Gunnarsson - Cardiff
Emil Hallfreðsson - Hellas Verona
Helgi Valur Daníelsson - AGF
Jóhann Berg Guðmundsson - Charlton
Birkir Bjarnason - Pescara
Rúrik Gíslason - Kaupmannahöfn
Gylfi Þór Sigurðsson - Swansea
Ólafur Ingi Skúlason - Zulte Waregem
Þórarinn Ingi Valdimarsson- ÍBV

Framherjar:
Kolbeinn Sigþórsson - Ajax
Alfreð Finnbogason - Real Sociedad
Viðar Örn Kjartansson - Valerenga
Jón Daði Böðvarsson - Viking

Leikmenn til vara:
Ögmundur Kristinsson - Randers
Hólmar Örn Eyjólfsson - Rosenborg
Hjörtur Logi Valgarðsson - Sogndal
Guðlaugur Victor Pálsson - Helsingborg
Haukur Heiðar Hauksson - KR
Arnór Smárason - Helsingborg
Athugasemdir
banner
banner